Skip to content

Flokkur: Viðburðir

Opið í Bláfjöllum í dag

  Í dag er mjög fallegt veður og því um að gera að drífa sig í Bláfjöll. Það er fátt jafn skemmtilegt og fara á skíði með börnin, taka með heitt kakó og fá smá roða í kinnar.      Opið í dag kl. 10-17.    

Barnamenningarhátíð 23.-28. apríl 2013

Það verður líf og fjör í Reykjavík í næstu viku þegar Barnamenningarhátíð verður haldin. Dagskráin er fjölbreytt og ókeypis á alla viðburði. Sem dæmi þá verður boðið upp á hjólaratleik fyrir fjölskylduna, fjölskylduleiðsögn  um Sjóminjasafnið, ýmsar leiksýningar, tréskúlptúrnámskeið, örnámskeið í skapandi skrifum og bátasmiðju. Fjölskyldan getur skoðað furðuverur og forvitnilegar plöntur í Þjóðmenningarhúsinu og Listasafni Íslands. Á sunnudeginum 28. apríl verður síðan lokahátíð í Laugardalslaug þar sem Sirkus Ísland mun sprella á sundlaugarbakkanum og Dr. Gunni & vinir halda uppi stuðinu. Sjá nánar um dagskrána hér.