Bara snilld!
Við geymum bókina góðu alltaf í bílnum. Þegar okkur svo dettur í hug að gera e-ð með krökkunum þá flettum við upp í þessari handhægu frábæru bók ykkar! Bara snilld!… Read more Bara snilld! →
Við geymum bókina góðu alltaf í bílnum. Þegar okkur svo dettur í hug að gera e-ð með krökkunum þá flettum við upp í þessari handhægu frábæru bók ykkar! Bara snilld!… Read more Bara snilld! →
Sunnudaginn 5. maí verður boðið upp á ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Ýmsir spennandi munir verða skoðaðir svo sem beinagrindur, 1000 ára gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur. Leiðsögnin er um 45 mínútur og hefst kl. 14.
Þessi áhugaverða sýning sem nú stendur yfir í Kamesi Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, ætti að höfða til flestra barna grunnskóla en „stop-motion“ myndin Ófreskjur og dýr er eftir börn frístundarheimila Austurbæjarskóla og Seljaskóla… Read more „Stop-motion“ myndin Ófreskjur og dýr →
Á morgun laugardaginn 27. apríl býður Ferðafélag barnanna upp á kræklingaferð í Hvalfjörð fyrir alla fjölskylduna. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann. Mikilvægt er að klæða börnin eftir veðri… Read more kræklingaferð í Hvalfjörð →
Sumri verður fagnað á Borgarbókasafninu með skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sjá hér.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefst í dag 23. apríl og stendur til 28. apríl. Það er margt spennandi í boði fyrir fjölskyldur. Í dag kl. 12-18 verður meðal annars hjólaratleikur fjölskyldunnar.… Read more Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefst í dag →
Í dag er mjög fallegt veður og því um að gera að drífa sig í Bláfjöll. Það er fátt jafn skemmtilegt og fara á skíði með börnin, taka með heitt kakó og fá smá roða í kinnar. Opið í dag kl. 10-17.
Það verður líf og fjör í Reykjavík í næstu viku þegar Barnamenningarhátíð verður haldin. Dagskráin er fjölbreytt og ókeypis á alla viðburði. Sem dæmi þá verður boðið upp á hjólaratleik fyrir fjölskylduna, fjölskylduleiðsögn um Sjóminjasafnið, ýmsar leiksýningar, tréskúlptúrnámskeið, örnámskeið í skapandi skrifum og bátasmiðju. Fjölskyldan getur skoðað furðuverur og forvitnilegar plöntur í Þjóðmenningarhúsinu og Listasafni Íslands. Á sunnudeginum 28. apríl verður síðan lokahátíð í Laugardalslaug þar sem Sirkus Ísland mun sprella á sundlaugarbakkanum og Dr. Gunni & vinir halda uppi stuðinu. Sjá nánar um dagskrána hér.