Skip to content

Category: Suðurland

Stöldrum við í Borgarnesi

Margir keyra í gegnum Borgarnes í lengri ferðum en gefa sér sjaldan tíma til að staldra við og skoða sig um. Bærinn sem er afar fallegur og friðsæll hefur að geyma þekkta sögustaði úr Egilssögu. Ferðin tekur um klukkustund aðra leið í bíl frá Reykjavík. Einnig er hægt að taka strætisvagn þangað. Þeir staðir sem standa upp úr eru Landnámssetur Íslands, Bjössaróló, fjaran við leikvöllinn, Skallagrímsgarður og Sundlaugin. Allir staðirnir eru í göngufæri. Í Landnámssetri Íslands eru tvær sýningar. Annars vegar er landnámssagan rakin og hins vegar kynnast gestir Egilssögu.… Read more Stöldrum við í Borgarnesi