Dagana 18.-21. febrúar verður frítt inn á Sjóminjasafnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum í tilefni þess að nú eru vetrarfrí í mörgum skólum. Margt verður í boði svo sem… Read more Frítt inn á Sjóminjasafnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum →
Bókasafn er notalegur staður. Flestum börnum þykir gaman þegar lesið er fyrir þau og hefur bókalestur jákvæð áhrif á málþroska, orðaforða og lestrarfærni. Að skreppa á bókasafn í lok vinnuviku getur til dæmis verið mjög góð samverustund með barni og góð hvíld frá amstri dagsins. Á Borgarbókasafni – aðalsafni er frábær aðstaða fyrir börn. Á annarri hæð er mjög góð barnadeild. Þar eru sófar og dýnur þar sem hægt er að láta fara vel um sig með blað eða bók. Á staðnum er góð aðstaða fyrir yngstu börnin og tilvalið… Read more Sunnudagar eru barnadagar á Borgarbókasafninu →
Það er óþarfi að láta sér leiðast þó úti sé rigning. Bókasafn er notalegur staður að heimsækja með börn. Bókasöfn eru víða og á flestum þeirra er góð aðstaða fyrir börn þar sem þau geta sest niður, lesið bækur og látið fara vel um sig. Flestum börnum finnst gaman þegar lesið er fyrir þau og hefur bókalestur jákvæð áhrif á málþroska, orðaforða og lestrarhæfni. Með því að lesa fyrir börnin leggjum við grunn á áhuga þeirra á bókalestri. Börn og unglingar fá ókeypis skírteini til 18 ára aldurs. Á aðalsafni… Read more Bókasafn er notalegur staður →
Sunnudaginn 5. maí verður boðið upp á ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Ýmsir spennandi munir verða skoðaðir svo sem beinagrindur, 1000 ára gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur. Leiðsögnin er um 45 mínútur og hefst kl. 14.
Náttúrufræðistofa Kópavogs er eina náttúrugripasafn höfuðborgarsvæðisins sem opið er almenningi. Þar er margt spennandi að skoða fyrir fjölskyldur svo sem háhyrningsbeinagrind, uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru, fallegt steinasafn og fleira.… Read more Hefur þú heimsótt Náttúrufræðistofu Kópavogs? →
Á köldum dögum er fátt notalegra en að vera inni og lesa bækur. Flestum börnum þykir gaman þegar lesið er fyrir þau og hefur bókalestur jákvæð áhrif á málþroska, orðaforða… Read more Lesum bækur með börnunum →
Hefur þú kynnt þér Menningarkort Reykjavíkur? Árskort kostar 5.500 kr. og gildir fyrir Árbæjarsafn, Landnámssýningu, Ásmundarsafn, Kjarvalsstaði og Hafnarhús auk þess sem handhafar fá bókasafnskort í Borgarbókasafni og afslátt á… Read more Menningarkort Reykjavíkur →
Við mælum með Ásmundarsafni í Laugardalnum fyrir fjölskyldur. Úti er fallegu höggmyndagarður þar sem börnin geta hlaupið um og notið sín. Það er löng hefð fyrir því að leyfa börnum… Read more Ásmundarsafn →