kræklingaferð í Hvalfjörð
Á morgun laugardaginn 27. apríl býður Ferðafélag barnanna upp á kræklingaferð í Hvalfjörð fyrir alla fjölskylduna. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann. Mikilvægt er að klæða börnin eftir veðri og taka með stígvél, pollabuxur og ílát fyrir krækling. Lagt verður af stað frá Öskju á einkabílum kl. 10. Ferðin tekur um 3 klst. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Sjá hér.