Veðurspáin fyrir morgundaginn 9. maí er mjög góð og upplagt að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þetta er líflegur tími í garðinum, lítil lömb og kiðlingar gleðja lítil hjörtu og… Read more Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn →
Það er frábær veðurspá fyrir morgundaginn (Uppstigningardag), 10 stiga hiti og sól. Því ekki að nýta daginn til skemmtilegra stunda. Ein hugmynd er dagsferð í Borgarnes og eru hér taldir upp… Read more Dagsferð í Borgarnes →
Á fimmtudaginn 9. maí býður Ferðafélag barnanna upp á eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfellsgjá. Gengið er eftir gjánni að gígnum Búrfelli. Þetta er mjög fallegt og ævintýralegt svæði með ýmsum hellum, sprungum og gjótum. Gott er að taka með nesti og klæða börnin eftir aðstæðum og veðri. Sjá nánar hér.
Hefur þú farið með barnið þitt upp í Hallgrímskirkjurturn? Það er spennandi fyrir barnið að fara með lyftu upp í turninn og horfa yfir borgina. Fyrir þau yngstu er sniðugt… Read more Menningarferð í miðborg Reykjavíkur í fallegu veðri →
Við geymum bókina góðu alltaf í bílnum. Þegar okkur svo dettur í hug að gera e-ð með krökkunum þá flettum við upp í þessari handhægu frábæru bók ykkar! Bara snilld!… Read more Bara snilld! →
Það er óþarfi að láta sér leiðast um helgina þó úti sé rigning. Á bls. 83-121 í bókinni eru ótal hugmyndir að afþreyingu innanhús þar sem fjölskyldan getur átt góðan stundir saman. Dæmi um skemmtilegan stað sem tilvalið er að heimsækja er Klifurhúsið þar sem börn og fullorðnir geta fengið líkamlega útrás. Sjá nánar á bls. 92.
Sunnudaginn 5. maí verður boðið upp á ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Ýmsir spennandi munir verða skoðaðir svo sem beinagrindur, 1000 ára gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur. Leiðsögnin er um 45 mínútur og hefst kl. 14.