Eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfellsgjá
Á fimmtudaginn 9. maí býður Ferðafélag barnanna upp á eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfellsgjá. Gengið er eftir gjánni að gígnum Búrfelli. Þetta er mjög fallegt og ævintýralegt svæði með ýmsum hellum, sprungum og gjótum. Gott er að taka með nesti og klæða börnin eftir aðstæðum og veðri. Sjá nánar hér.