Menningarferð í miðborg Reykjavíkur í fallegu veðri
Hefur þú farið með barnið þitt upp í Hallgrímskirkjurturn?
Það er spennandi fyrir barnið að fara með lyftu upp í turninn og horfa yfir borgina. Fyrir þau yngstu er sniðugt að leyfa þeim að nefna litina á þökunum. Þau eldri gætu til dæmis reynt að finna öll húsin sem þau þekkja. Það er svo gaman að gefa sér góðan tíma og taka þátt í gleði barnanna. Svona samverustundir eru mjög nærandi fyrir sálina.
Skammt frá kirkjunni er Listasafn Einars Jónssonar en þar er fallegur styttugarður sem gaman er að skoða og fá sér jafnvel nesti í garðinum.
Einnig er hægt að rölta niður Skólavörðustíginn með viðkomu í Bókabúð Máls og Menningar þar sem er mjög góð barnadeild á neðstu hæðinni.
Upplagt er svo að enda ferðina á kaffihúsi og fá sér heitt kakó eða annað gott.
Börnum þykir alltaf gaman að taka strætó og því upplagt að skilja bílinn eftir heima.
Muna að taka með myndavél.