Fjölskyldan saman í vetrarfrí

vetrarfri

Það þarf ekki að fara langt til að hafa það skemmtilegt í vetrarfríinu. Í Reykjavík er boðið upp á margt spennandi fyrir fjölskyldur dagana 20.-21. febrúar.

Það verður margt um að vera í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum. Frítt verður inn á söfn svo sem Sjóminjasafnið og Landnámssýninguna fyrir fullorðna í fylgd með börnum og verður meðal annars boðið upp á skemmtilega ratleiki. Á Kjarvalsstöðum verður boðið upp á hugmyndasmiðju fyrir fjölskyldur. Í Björnslundi verður boðið upp á ratleik. Það verður frítt fyrir börn og fjölskyldur í sundlaugarnar frá kl. 13-16. Í Sundhöll Reykjavíkur verður óhefðbundin og ókeypis sundveisla og wipe-out braut og diskófjör í Breiðholtslaug.

Sjá nánar dagskránna hér.

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni  http://reykjavik.is/frettir/fjolskyldan-saman-i-vetrarfrii

Færðu inn athugasemd