Tími til að taka fram skautana

Skautahollin_laugardal_optÞað verður vonandi einhver bið eftir að hægt verði að skauta á Reykjavíkurtjörn en það þarf enginn að bíða eftir að taka fram skautana því Skautahöllin í Laugardal opnaði síðustu helgi.

Ég veit ekki með þig en okkur finnst alltaf jafngaman að fara á skauta. Finna hvernig maður nær smá saman tökum á tækninni eftir að hafa ryðgað yfir sumartímann. Eftir skautana er upplagt að fá sér hressingu á Kaffi Flóru, kíkja á Þvottalaugarnar, leikvöllinn í Laugardalnum, Grasagarðinn, Húsdýragarðinn eða Laugardalslaugina. Það er endalaus afþreying í boði í Laugardalnum.

Til að koma öllum í rétta gírinn hefur okkur reynst best að skipuleggja samveruna í samráði við börnin og með góðum fyrirvara, t.d. á komandi dögum ef maður ætlar að skella sér næstu helgi. Þá hefur maður líka alla vinnuvikuna til að hlakka til.

Læt hér fylgja með tengil á mynd eftir Magnús Ólafsson sem sýnir svo skemmtilega stemningu á Reykjavíkurtjörn fyrir rúmum hundrað árum. Við létum prenta myndina á álplötu og hefur hún prýtt heimilið okkar í áratug. Það þarf ekki að kosta mikið að skreyta veggina því við höfum aðgang að mörgum fallegum myndum hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s