Fólk tengir oft útivist með börnum við sumar og sól en í raun má stunda útivist allt árið óháð veðri og vindum. Oft er veðrið líka mun betra þegar út er komið og svo er alltaf auðvelt að klæða sig eftir veðri og aðstæðum. Mikilvægt er að tileinka sér jákvætt viðhorf gagnvart veðurfari og láta veðrið ekki stöðva sig þegar þegar gera á eitthvað skemmtilegt með börnum. Flest börn hafa gaman af því að leika úti í rigningu, fara í stígvél og pollagalla og fá að hoppa og vaða í… Read more Ekki láta veðrið stöðva þig →
Nú er bókin Útivist og afþreying fyrir börn einnig komin í sölu í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22 á Selfossi. Opið mánudaga-laugardaga kl. 12-18. Kveðja, Lára og Sigríður
Kæru lesendur síðunnar. Bókin okkar Útivist og afþreying fyrir börn-Reykjavík og nágrenni er meðal annars til sölu í Eymundsson, Máli og Menningu, Hagkaup, N1, Krónunni og Nettó. Nú þegar framundan er mesta ferðahelgi sumarsins er upplagt að taka bókina með. Það þarf ekki endilega að fara langt til að upplifa skemmtilega helgi. Í Reykjavík og nágrenni er að finna mörg útivistarsvæð. Á bls. 12-82 í bók gefum við fjölda hugmynda. Einnig bendum við á staði í Hvalfirði, Reykjanesskaga, Suðurlandi og Þingvöllum sem gaman er að heimsækja um helgina. Í bókinni… Read more Bókina með í ferðalagið →
Fyrsta upplag af bókinni Útivist og afþreying fyrir börn er uppselt og annað upplag komið í búðir! Takk fyrir frábærar viðtökur.
Við geymum bókina góðu alltaf í bílnum. Þegar okkur svo dettur í hug að gera e-ð með krökkunum þá flettum við upp í þessari handhægu frábæru bók ykkar! Bara snilld!… Read more Bara snilld! →
Það er börnum eðlislægt að lifa í núinu og njóta augnabliksins. Útivist gefur okkur tækifæri til að hvíla okkur frá amstri dagsins og skapa fallegar minningar. Leyfum börnunum að smita okkur af gleði og gefum okkur tíma til að upplifa náttúruna með þeim.
Í dag er mjög fallegt veður, bjart, heiðskýrt og sól. Nú er upplagt að gera eitthvað skemmtilegt úti með barninu. Í Reykjavík og nágrenni er að finna fjölda útivistarsvæða sem gaman er að heimsækja. Á bls. 12-82 í bók gefum við fjölda hugmynda. Það eru nokkur atriði sem skipta miklu máli í útivist með börnum. 1. Það er sniðugt að leyfa barninu að taka þátt í að velja staðinn. Börnum finnst til dæmis gaman að skoða myndirnar í bókinni og fá þannig tækifæri til að velja eitthvað nýtt og… Read more Nokkur atriði sem skipta máli í útivist með börnum →
Það eru fjöldi útvistarsvæða í Reykjavík og nágrenni þar sem fjölskyldan getur notið þess að vera saman. Það er gott að hreyfa sig og manni líðan sjaldan betur en eftir… Read more Gefum okkur tíma til að upplifa náttúruna með börnunum →