Skip to content

Category: Nokkur orð

Að hlusta er ekki það sama og heyra

  Fyrir nokkrum árum kom dóttir mín heim úr skólanum og fór að segja mér frá deginum. Henni lá mikið niðri fyrir og hafði frá miklu að segja. Á meðan var ég að sinna heimilisverkum og gaf mér ekki tíma til að setja niður og hlusta á hana. Allt í einu stoppaði hún í miðri setningu og sagði: „mamma, þú ert kannski að hlusta á mig en þú heyrir ekki hvað ég er að segja „. Þessi setning vakti mig til umhugsunar. Það skiptir svo miklu máli að hlusta á… Read more Að hlusta er ekki það sama og heyra

Afþreying innanhúss

Veðurspáin á morgun er frekar óspennandi til útivstar. En það er engin ástæða til að örvænta því að í bókinni eru fjöldi hugmynda að afþreyingu innanhúss: bíó, bókasöfn, leikhús, ýmiss konar leiksvæði, skautar, sund, söfn og hugmyndir að innileikjum. Góða skemmtun! ps. fyrir þá sem hafa verið að leita að bókinni þá fæst hún í öllum helstu bókabúðum

Biblía fyrir foreldra!

Við erum svo þakklátar fyrir frábærar viðtökur á bókinni og heimasíðunni –  og ekki síst fyrir jákvæðu orðin hennar Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur rithöfundar og matgæðings. Lára og Sigríður