Nokkur atriði sem skipta máli í útivist með börnum
Í dag er mjög fallegt veður, bjart, heiðskýrt og sól. Nú er upplagt að gera eitthvað skemmtilegt úti með barninu. Í Reykjavík og nágrenni er að finna fjölda útivistarsvæða sem gaman er að heimsækja. Á bls. 12-82 í bók gefum við fjölda hugmynda. Það eru nokkur atriði sem skipta miklu máli í útivist með börnum.
1. Það er sniðugt að leyfa barninu að taka þátt í að velja staðinn. Börnum finnst til dæmis gaman að skoða myndirnar í bókinni og fá þannig tækifæri til að velja eitthvað nýtt og spennandi.
2. Mikilvægt er að aðlaga ferðina að þörfum barnsins svo sem stoppa oftar og hvíla sig og muna að flýta sér hægt.
3. Taka með nesti og nóg að drekka. Það er svo gaman þegar fjölskyldan sest niður og fær sér eitthvað gott að borða. Á köldum dögum er gott að taka með heitt kakó og en eitthvað svalandi á heitari dögum.
4. Klæða barnið eftir veðri og taka jafnvel með auka fatnað og handklæði. Það er ekkert jafn leiðinlegt fyrir barnið og geta ekki notið sín í leik.
5. Gefum okkur tíma til að upplifa náttúruna með barninu. Börn eru sérfræðingar í að lifa í núinu og njóta stundarinnar. Notið tækiðfærið til að spjalla við barnið um það sem að sér í náttúrunni. Á bls. 178-182 í bók eru myndir af blómum og gæti verið gaman að kenna því að þekkja helstu tegundir.
6. Muna svo að útivist er hægt að stunda allt árið. Maður klæðir sig bara eftir veðri.