Gefum okkur tíma til að upplifa náttúruna með börnunum

041 (2)

Það eru fjöldi útvistarsvæða í Reykjavík og nágrenni þar sem fjölskyldan getur notið þess að vera saman.  Það er gott að hreyfa sig og manni líðan sjaldan betur en eftir góða  útivist. Valmöguleikarnir eru óteljandi svo sem hjólatúr, gönguferð, skíði, fjöruferð, fjallganga eða hellaskoðun. Náttúran er síbreytileg og örvar jafnt skilningarvit sem hreyfiþroska barna ásamt því að næra hug og hjarta. Börn eru sérfræðingar í að lifa í núinu og njóta dagsins í dag. Leyfum þeim að smita okkur af gleðinni og njótum stundarinnar með þeim. Gefum okkur tíma til að taka þátt í því sem þau eru að upplifa. Hlustum á þau og verum fullkomlega á staðnum en ekki með hugann við annað. Gott ráð er til dæmis að geyma símann heima eða í bílnum þegar fjölskyldan er saman í útivist. Á bls. 12-82 í bók eru margar hugmyndir hvað hægt er að gera úti í náttúrunni. Muna svo að útivist er hægt að stunda allt árið maður klæðir sig bara eftir veðri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s