Ekki láta veðrið stöðva þig

Fólk tengir oft útivist með börnum við sumar og sól en í raun má stunda útivist allt árið óháð veðri og vindum. Oft er veðrið líka mun betra þegar út er komið og svo er alltaf auðvelt að klæða sig eftir veðri og aðstæðum. Mikilvægt er að tileinka sér jákvætt viðhorf gagnvart veðurfari og láta veðrið ekki stöðva sig þegar þegar gera á eitthvað skemmtilegt með börnum. Flest börn hafa gaman af því að leika úti í rigningu, fara í stígvél og pollagalla og fá að hoppa og vaða í pollum. Mörgum börnum finnst veturinn besti tími ársins og láta veðrið ekkert trufla gleðina að vera úti að leika í snjó og kulda. Á bls.12-82 í bókinni bendum við á fjölda staða úti í náttúrunni sem gaman er að heimsækja með börnin á öllum árstímum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s