Þessi súkkulaðisjeik er einstaklega ljúffengur og inniheldur næringarefni sem sem taka þátt í uppbyggingu beina og blóðfruma. Sjeikinn hentar því börnum sérstaklega vel. * 2 bollar mjólk (við styðjumst… Read more Hollur súkkulaðisjeik →
Þessi áhugaverða sýning sem nú stendur yfir í Kamesi Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, ætti að höfða til flestra barna grunnskóla en „stop-motion“ myndin Ófreskjur og dýr er eftir börn frístundarheimila Austurbæjarskóla og Seljaskóla… Read more „Stop-motion“ myndin Ófreskjur og dýr →
Á morgun laugardaginn 27. apríl býður Ferðafélag barnanna upp á kræklingaferð í Hvalfjörð fyrir alla fjölskylduna. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann. Mikilvægt er að klæða börnin eftir veðri… Read more kræklingaferð í Hvalfjörð →
Sumri verður fagnað á Borgarbókasafninu með skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sjá hér.
Það er börnum eðlislægt að lifa í núinu og njóta augnabliksins. Útivist gefur okkur tækifæri til að hvíla okkur frá amstri dagsins og skapa fallegar minningar. Leyfum börnunum að smita okkur af gleði og gefum okkur tíma til að upplifa náttúruna með þeim.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefst í dag 23. apríl og stendur til 28. apríl. Það er margt spennandi í boði fyrir fjölskyldur. Í dag kl. 12-18 verður meðal annars hjólaratleikur fjölskyldunnar.… Read more Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefst í dag →
Í dag er mjög fallegt veður, bjart, heiðskýrt og sól. Nú er upplagt að gera eitthvað skemmtilegt úti með barninu. Í Reykjavík og nágrenni er að finna fjölda útivistarsvæða sem gaman er að heimsækja. Á bls. 12-82 í bók gefum við fjölda hugmynda. Það eru nokkur atriði sem skipta miklu máli í útivist með börnum. 1. Það er sniðugt að leyfa barninu að taka þátt í að velja staðinn. Börnum finnst til dæmis gaman að skoða myndirnar í bókinni og fá þannig tækifæri til að velja eitthvað nýtt og… Read more Nokkur atriði sem skipta máli í útivist með börnum →
Í dag er mjög fallegt veður og því um að gera að drífa sig í Bláfjöll. Það er fátt jafn skemmtilegt og fara á skíði með börnin, taka með heitt kakó og fá smá roða í kinnar. Opið í dag kl. 10-17.