Jólakötturinn í Húsdýragarðinum
Jólin nálgast og því hefur jólakötturinn komið sér vel fyrir í Húsdýragarðinum þar sem hann býr yfir jólin. Óargadýrið bregður sér oft af bæ, fer í göngutúr um Laugardalinn og veldur víða usla. Ef vel er að gáð má sjá spor eftir jólaköttinn og kannski glittir í glyrnur á glugga.