Útisvæði til að grilla og hafa gaman

Eitt það góða við samfélagið okkar er að bæjarfélögin hafa séð til þess að skapa útisvæði þar sem hægt er að grilla og hafa gaman, án þess að þurfa að skipuleggja sig langt fram í tímann. Svandís Sigurjóns facebook-vinkona okkar kom með þá frábæru hugmynd að taka saman slíka staði á einn stað.

 

Furulundur og fleiri staðir í Heiðmörk

Heiðmörk er stærsta útivistarvæði í nágrenni höfuðborgarinnar og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega útivist. Skógræktarfélag Reykjavíkur stofnaði Heiðmörk árið Utipukar_Furulundur.jpg1950 og hefur byggt það upp og rekið alla tíð síðan. Aðstaða er víðast hvar góð, merktir staðir þar sem eru útigrill, borð og bekkir. Þar er einnig að finna leiktæki og grasfleti sem henta til fótbolta sem og blakvelli. Göngustígar með skemmtilegum gönguleiðum eru í allar áttir fyrir unga ævintýramenn. Stígarnir eru einnig skíðagöngubrautir á veturna. Í Heiðmörk er gott berjaland og uppskera sveppa hefur margfaldast með tilkomu skógarins.

Staðsetning: Frá Reykjavík: Af Suðurlandsvegi er beygt inn á Heiðmerkurveg við Rauðhóla. Frá Garðabæ: Ekið fram hjá Vífilsstöðum, beygt til hægri við Vílilsstaðavatn og svo til vinstri inn á Heiðmerkurvef (sjá kort bls 72). Aldur: Fyrir allan aldur. Heimasíða: http://www.heidmork.is

Merktir staðir og aðstaða

Furulundur er fjölskyldulundur búinn leiktækjum og blakvelli. Inn af Furulundi er Dropinn, áningarstaður með útigrilli, borðum og bekkjum.

Í Grenilundi er útigrillaðstaða, leik- og klifurtæki. Þessi staður hentar fyrir hópa allt að 50 manns.

Við Helluvatn er útigrillaðstaða undir þaki. Þar er hægt að veiða fisk (bls. 56).

Hjallaflatir er stærsti áningarstaður Heiðmerkur og eina tjaldstæði Heiðmerkur. Þar er grasflötur sem hentar til útileikja og aðstaða til að grilla.

Í Símamannalaut er útigrill, borð og bekkir sem hentar vel fyrir hópa allt að 40 manns.

Í Vífilsstaðahlíð er að finna yfirbyggt útigrill. Efst í hlíðinni eru stríðsminjar (bls. 80).

Vígsluflöt – Rariklundur  Útigrill, borð og bekkir eru á svæðinu sem getur rúmað um 70-100 manns.

Þjóðhátíðarlundur er í Löngubrekkum og skammt frá eru Hulduklettar. Í Þjóðhátíðarlundi er útigrill, borð og bekkir, leiktæki og fótboltavöllur. Svæðið hentar vel fyrir stærri hópa eða allt að 70-100 manns.

Fræðslurjóður eru austan við Elliðavatnsbæinn. Þar eru hlóðir til að kveikja eld, bekkir og borð.

 

Viðey í Reykjavík

Viðey er eyja rétt fyrir utan Reykjavík. Hún skiptist í tvo hluta, Heimaey og Vesturey sem tengjast um mjótt eiði. Það er ævintýralegt fyrir börn að fara í stutt ferðalag út í eyjuna. Videy_flugdrFarið er með ferju frá Reykjavík og tekur siglingin um 5 mínútur.  Á eyjunni eru gönguleiðir, leiksvæði við Viðeyjarstofu og fjörur. Þar er einnig útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono sem var vígt árið 2007. Kveikt er á henni árlega á afmælisdegi John Lennon 9. október.

Notalegt er að borða nesti úti í náttúrunni eða undir þaki í Viðeyjarnausti sem er opið yfir sumartímann frá 11:30 – 17:00. Á staðnum er útigrill (fólk verður að koma sjálft með kol) og inni er salernisaðstaða. Einnig er hægt að kaupa veitingar í Viðeyjarstofu.Imagine Peace Tour

Eyjan er gróðursæl og vaxa þar um 150 tegundir plantna. Viðey er mikil fuglaparadís og verpa um 30 tegundir fugla á eyjunni en æðarfugl er algengasti fuglinn. Viðey er því góður staður til að kenna börnunum að þekkja fugla- og blómategundir.

Varúð! Mikilvægt er að sýna aðgát við háa sjávarhamra.

Ferjuáætlun Viðeyjarferju 

Staðsetning báts: Skarfabakki við Sundahöfn og gamla höfnin við Ægisgarð

Áætlun: Sumar (15.maí-30.sep): Allir dagar frá Skarfabakka 7 ferðir á dag og gömlu höfninni í Reykjavík (Ægisgarður) 1 ferð á dag. Vetur (1.sep-14.maí): Lau-sun frá Skarfabakka 3 ferðir á dag. Sjá vefsíðu: http://www.elding.is/videy og http://www.videy.com

 

Ylströndin í Nauthólsvík

Í Nauthólsvík er sannarlega strandarstemningu á sumrin – þ.e. þegar veður leyfir. Á öðrum árstíma er rólegra yfir. Þarna geta börn mokað sand, byggt sandkastala eða virki. OLYMPUS DIGITAL CAMERAHægt er að svamla í heitum potti eða sjó og blakvöllur er á staðnum þar sem foreldrar geta keppt við börnin. Einnig eru á svæðinu leiktæki fyrir yngstu börnin. Hægt er að fá lánað strandardót og kúta. Upplagt að taka með nesti eða pylsur á útigrill sem er á staðnum. Einnig eru seldir drykkir, ís, pylsur, samlokur ofl. Búningsaðstaða er góð.

Staðsetning: Nauthólsvegur/Flugvallarvegur ekinn í átt að Hótel Loftleiðum og beygt suður meðfram flugvellinum, framhjá Háskólanum í Reykjavík að bílastæðum. Heimasíða: http://www.nautholsvik.is

 

Yndisgarður í Meltungulandi Fossvogi

Þarna er eplagarður og norrænn rósagarður. Kristín Dýrfjörð hefur farið þangað reglulega með sín barnabörn og hefur þeim alltaf þótt gaman að fara um svæðið, yfir litlu brýrnar, um stígana í trjásafninu og svo framvegis. Þau sögðu gjarnan ákveðnar sögur við staðina, eins og geiturnar þrjár og Búkollu. Þá eru þarna steinar og mólendi sem gaman er að leika í.

KristinDyrfjord1
Mynd: Kristín Dýrfjörð

Ekki verra að það er hægt að komast þarna, víða að. Kristín er sjálf er alin upp í Blesugróf svo hún fer þeim megin inn, hægt að leggja á stæðunum við Fossvogsbrún, svona um það bil þar sem býlið Meltunga stóð áður. Og þaðan er líka hægt að ganga niður í Hólma yfir göngubrúnna á því sem ég kalla enn Breiðholtsbraut, og auðvitað fara um alla Blesugróf. Hún minnir svo á reit Menntavísindasvið í Öskjuhlíð, við vesturhlið kirkjugarðsins. Til að komast að garðinum er u.þ.b. 10 mín ganga eftir stígunum.

 

Hljómskálagarðurinn í Reykjavík

Í hjarta miðbæjarins er þessi fallegi garður sem er með mikið af gróðri, gosbrunni og í Hljomskalagardurinnausturhlutanum er klifurgrindin köngulóin. Þarna er einnig Hljómskálinn, sem er fyrsta húsið á Íslandi sem var byggt árið 1923 fyrir tónlistaræfingar. Grill er á svæðingu en þú þarft að koma með kol og kveikiefni – og að sjálfsögðu mat. Skammt frá er Þjóðminjasafnið sem er alltaf gaman að heimsækja.

 

Elliðaárdalur í Reykjavík

Hlýlegt og fallegt útivistarsvæði  í Reykjavík. Elliðaárnar, sem dalurinn dregur nafn sitt af, hafa verið nefndar Perla Reykjavíkur. Þar er mikill trjágróður, góðir göngu- og hjólastígar. Hjólatúr um dalinn er ævintýri líkastur.

IMG_1192Frá bílastæðum við Rafstöðvarveg liggur brú yfir Elliðaárnar og göngustígar eru í allar áttir. Einnig er hægt að komst í dalinn frá fleiri stöðum. Börnin geta klifrað í trjám og leikið sér í fallegri náttúru. Fuglalíf er fjölskrúðugt í Elliðaárdal og er upplagt að kenna ungviðinu að þekkja fugla- eða blómategundir. Grillaðstaða er í hólmanum. 

Staðsetning: Beygt af Vesturlandsvegi á Rafstöðvarveg sem ekinn er að bílastæðum við félagsheimilið ofarlega í brekkunni. Einnig hægt að leggja hjá Árbæjarlaug, Árbæjarsafni, við Elliðaár hjá Höfðabakka eða stæðum út frá Stekkjarbakka.

 

Gufunesbær

Þarna getur fjölskyldan getur spilað 18 holu disc golf, rennt sér á hjólabretti, keppt í Gufunesbaer1strandar blaki og tekið á því með því að gera æfingar á ratleikjarvelli. Þar er hægt að grilla en þú þarft að koma sjálfur með til að kveikja upp í og kol. Opið virka daga frá 8-16. Staðsetning: Gufunes, 112 Reykjavík. Vefsíða: http://www.gufunes.is

 

 

Magnúsarlundur í Kópavogi

Vantar upplýsingar – mátt endilega senda okkur skilaboð á Facebook síðunni Útipúkar eða lara@sessionimpossible.com ef þú getur deilt með okkur þinni reynslu.

 

Guðmundarlundur í Kópavogi

Guðmundarlundur er eign Skógræktarfélags Kópavogs og öllum opinn. Guðmundur Jónsson og fjölskylda ræktuðu landið og gáfu Skógræktinni það árið 1997. Þar er góð Utipukar_Gudmundarlundurgrillaðstaða og stór grasflöt sem hentar vel til leikja svo sem með svifdisk, bolta, bjúgverpil, flugdreka og badminton. Einnig eru þar skemmtilegir stígar fyrir gönguferðir og lundir til að láta sér líða vel í sólbaði eða við leik. Á staðnum má finna Hermannsgarð sem er garður með fjölbreyttum fjölærum garðagróðri. Frá 1. maí til 30. október hafa gestir aðgang að vatni, rafmagni og salernisaðstöðu á svæðinu. Hægt að leigja svæðið gegn gjaldi fyrir veislur. Öll afnot af grillaðstöðu á að panta og greiða fyrir (sjá heimasíðu).

Staðsetning: Vatnsendavegur ekinn, beygt út af á hringtorgi með járnblómum inn á Þingmannaleið og upp með hesthúsahverfinu á Heimsenda (vel merkt). Verð: Ókeypis í garðinn. Afnot af grillaðstöðu 6.000 kr fyrir upp að 40 manns (sumar 2012). Heimasíða: http://www.skogkop.net

 

Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Magnaður staður rétt austan við Hafnarfjörð. Sandströnd er við Vatnsvík þar sem er góð aðstaða, útigrill, borð og stólar. Annað útigrill er fyrir vestan vatnið. Göngustígar eru í Utipukar_HvaleyrarvatnHöfðaskógi með fjölda rósa- og tjátegunda. Á góðviðrisdögum er hægt að baða sig í vatninu. Silungur finnst í vatninu og börn mega veiða frítt en fullorðnir einungis gefa góð ráð.

Staðsetning: Af Reykjanesbraut er tekin lykkja á Kaldárselsveg á móts við kirkjugarðinn í Hafnarfirði, beygt er inn á fyrsta afleggjara til hægri til móts við Gráhelluhraun. Einnig hægt að komast að vatninu með því að fara Krísuvíkurveg af Reykjanesbraut en þá er beygt vil vinstri á fyrsta afleggjarann. Útbúnaður: Sundfatnaður, kútar, handklæði, stígvél, fötur, skóflur, strandardót, teppi og nesti.

 

Víðistaðatún í Hafnarfirði

Fallegt útivistarsvæði við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Þarna er stórt tún og því upplagt að taka með sér flugdreka, badmintonspaða, bolta, bjúgverpil eða svifdisk, svo eitthvað DSC_0273sé nefnt, því túnið er vel fallið til útileikja sem þarfnast nokkurs rýmis. Lítil tjörn er á svæðinu þar sem boðið er upp á bátasiglingu á 17.júní.

Staðsetning: Frá Reykjavíkurvegi er beygt inn á Hraunbrún. Síðan er beygt til hægri inn á Garðaveg og ekið að Víðistaðakirkju, þar sem finna má bílastæði.

Hellisgerði í Hafnarfirði

Algjör töfra staður fyrir fjölskyldur.  Hellisgerði er gamalgróinn almenningsgarður skammt frá miðbæ Hafnarfjarðar sem þekktur fyrir miklar hraunmyndanir. Garðurinn er einnig þekktur fyrir álfabyggð og eru álfarnir vinir mannfólksins. HellisgerdiÞað er ævintýralegt fyrir barn að rölta um garðinn og leita að álfum. Yfir sumartímann eru haldnar samkomur í garðinum; hafnfirsk börn setja upp leiksýningar, tónleikar eru haldnir sem og útimarkaður. Á sumrin er þar einnig fallegur Bonsai-garður. Tjörn er í garðinum þar sem hægt er að vaða. Upplagt er að taka með sér nesti og teppi. Það er líka hægt að enda heimsóknina á Græna Kaffihúsinu í Hellisgerði eða öðrum slíkum í röltfæri frá garðinum.

Staðsetning: Við miðbæ Hafnarfjarðar. Þegar ekið er í átt frá Reykjavík er garðurinn á hægri hönd við Reykjavíkurveg, rétt fyrir ofan miðbæinn.

 

Gleðilegt útisumar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s