Ævintýrin gerast við Hvaleyrarvatn
Ef þið sjáið grábleikan hest á beit við Hvaleyrarvatn skuluð þig fara varlega. Sagan segir að áður fyrr hafi búið í vatninu Nykur en það er þjóðsagnarvera sem líkist mjög hesti nema hófarnir snúa aftur og hófskeggin fram. Nykurinn reynir gjarnan að tæla menn á bak sér. Þeir sem fara á bak sitja þar fastir með einhverjum hætti en nykurinn hleypur óðar að vatninu og steypir sér í kaf og drekkir þeim sem á honum situr.
Hvaleyrarvatn liggur rétt við austan við Hafnarfjörð. Þangað er yndislegt að fara á fallegum degi með börn. Sandstönd er við Vatnsvík og er hægt að baða sig í vatninu á hlýjum dögum. Þarna geta börnin leikið sér í sandinum og vaðið í vatninu meðan foreldrarnir slaka á í kyrrlátri náttúru. Útigrill er á staðnum gestum að kostnaðarlausu.
Á sumrin eru blómstrandi fjólubláar Lúpínubreiður alsráðandi og haustlitirnir eru einstakir.
Göngustígar eru í Hófaskógi með fjölda rósa og – trjátegunda og gaman er að rölta hlusta á söng fuglanna.
Silungur er í vatninu og mega börn veiða frítt með aðstoð foreldranna.
Muna að taka með sundfatnað, kúta, handklæði, stígvél, strandadót, teppi og nesti.