Ævintýrin gerast við Hvaleyrarvatn

084

Ef þið sjáið grábleikan hest á beit við Hvaleyrarvatn skuluð þig fara varlega. Sagan segir að áður fyrr hafi búið í vatninu Nykur en það er þjóðsagnarvera sem líkist mjög hesti nema hófarnir snúa aftur og hófskeggin fram. Nykurinn reynir gjarnan að tæla menn á bak sér. Þeir sem fara á bak sitja þar fastir með einhverjum hætti en nykurinn hleypur óðar að vatninu og steypir sér í kaf og drekkir þeim sem á honum situr.

Hvaleyrarvatn liggur rétt við austan við Hafnarfjörð. Þangað er yndislegt að fara á fallegum degi með börn. Sandstönd er við Vatnsvík og er hægt að baða sig í vatninu á hlýjum dögum. Þarna geta börnin leikið sér í sandinum og vaðið í vatninu meðan foreldrarnir slaka á í kyrrlátri náttúru. Útigrill er á staðnum gestum að kostnaðarlausu.

Á sumrin eru blómstrandi fjólubláar Lúpínubreiður alsráðandi og haustlitirnir eru einstakir.

Göngustígar eru í Hófaskógi með fjölda rósa og – trjátegunda og gaman er að rölta hlusta á söng fuglanna.

Silungur er í vatninu og mega börn veiða frítt með aðstoð foreldranna.

Muna að taka með sundfatnað, kúta, handklæði, stígvél, strandadót, teppi og nesti.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s