Almannagjá endilöng

485699_175635185935976_250051558_n

Á morgun fimmtudaginn 13. júní býður Ferðafélag barnanna upp á Þingvallaferð fyrir fjölskyldur. Það er lögð áhersla á hreyfingu, skemmtun og fróðleik í fallegri náttúru. Það er margt að skoða á Þingvöllum svo sem Almannagjá, Öxará, Drekkingarhyl, Gálgaklett og fleira. Lagt er af stað kl. 16 frá Þjónustumiðstöðinni og tekur ferðin um 3-4 klst. Mikilvægt er að klæða börnin eftir veðri og hafa með gott nesti. Sjá nánar hér.

Mynd að ofan er fengin að láni af Facebook síðu Ferðafélags barnanna. Sjá hér.

Færðu inn athugasemd