Almannagjá endilöng
Á morgun fimmtudaginn 13. júní býður Ferðafélag barnanna upp á Þingvallaferð fyrir fjölskyldur. Það er lögð áhersla á hreyfingu, skemmtun og fróðleik í fallegri náttúru. Það er margt að skoða á Þingvöllum svo sem Almannagjá, Öxará, Drekkingarhyl, Gálgaklett og fleira. Lagt er af stað kl. 16 frá Þjónustumiðstöðinni og tekur ferðin um 3-4 klst. Mikilvægt er að klæða börnin eftir veðri og hafa með gott nesti. Sjá nánar hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af Facebook síðu Ferðafélags barnanna. Sjá hér.

