Huldufólkið í hellunum

Laugarvatnshellar eru tveir manngerðir móbergshellar sem fyrir margt eru merkilegir. Ábúendur og gestir hellanna urðu varir við huldufólk á meðan dvöl þeirra stóð. Huldufólk þetta mun vera vinveitt mannfólki.

Eitt sinn fyrir langalöngu kom í hellana smalamaður með fé sitt. Féð fékkst ekki til að fara inn í hellana eins og það var vant og þegar smalamaðurinn reyndi að tendra kertaljós slokknaði jafnóðum á því. Smalamaðurinn reiddist og barði í kringum sig með staf sínum. Eftir það fékkst féð loksins inn í hellana. En þegar smalinn var nýsofnaður vaknaði hann upp við að ósýnileg vera var að draga hann um hellisgólfið. Smalinn gafst upp og fór með fé sitt heim að Laugarvatni en þá skall á stórhríð sem slotaði ekki í marga daga. Smalinn og féð hefði lokast inn í hellunum og soltið hefði það ekki komist til byggða; huldufólkið bjargaði þannig bæði fénu og smalanum.

Tvær fjölskyldur bjuggu í hellunum í byrjun tuttugustu aldar en fyrir þann tíma voru hellarnir meðal annars notaðir sem sæluhús og fjárhús.  Árið 1910 hófu hjónin Guðrún Kolbeinsdóttir og Indriði Guðmundsson búskap í hellunum. Indriði innréttaði baðstofu og eldhús í stærri hellinum. Þau ráku þar kaffi og veitingasölu fyrir ferðamenn. Þau bjuggu þarna í tæpt ár. Árið 1918 hófu önnur hjón búskap í hellunum, Jón Þorvarðasson og Vigdís Helgadóttir. Tvö börn hjónanna fæddust í hellunum og hefur eitt þeirra sagt frá því að Laugarvatnshellaárin hafi verið þau bestu af sínum æskuminningum svo ekki hefur farið illa um þau þessi fjögur ár sem þau bjuggu þar. Vigdís sagði frá því að þegar dóttir hennar var ungbarn hafi huldukona vitjað hennar í draumi og gætt stúlkubarnsins í hvert sinn sem hún þurfti að skreppa frá. Síðan þegar dóttirin var farin að leika sér þá lék hún sér yfirleitt við huldukonuna.

Nú er bara að skella sér af stað og heilsa upp á huldufólkið í Laugarvatnshellunum og svo er ótrúlega hressandi að skella sér í Fontana Spa á eftir. Athugið að í Fontana eru stundum tilboð í gangi.

ps. munið eftir hellaljósi!

Staðsetning hellanna: Um miðja leið milli Þingvalla og Laugarvatns. Vesturlandsvegur ekinn í norðurhluta Mosfellsbæjar og beygt inn á Þingvallarveg (nr.36) sem ekinn er framhjá Þjónustumiðstöð Þingvalla og áfram. Því næst er beygt til vinstri inn á Gjábakkarveg sem ekinn er áfram þar til komið er að skilti á vinstri hönd sem vísar á Laugarvatnshellana. 

Heimildir: Ungmennafélag Laugdæla

1 Comment »

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s