Laufabrauð og kertaljós í Viðeyjarstofu á morgun
Á morgun sunnudaginn 23.nóvember kl. 13:30 -16 verður laufabrauðsútskurður í Viðeyjarstofu fyrir fjölskyldur. Á staðnum verður Margrét Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík og mun hún kenna gestum hvernig skera á út laufabrauðin.
Gott er að taka með laufabrauðsjárn og hnífa en einhver áhöld verða á staðnum.
Mikilvægt er að skrá sig á videyjarstofa@videyjarstofa.is
Boðið verður upp á 10 laufabrauð í öskju á 2200 kr.
Ferjan siglir frá Skarfabakka klukkan 13:15, 14:15, 15:15 og síðasta ferja aftur til baka fer klukkan 16:30. Fullorðnir greiða 1.100 krónur í ferjuna, börn á aldrinum 7–15 ára greiða 550 en þau yngstu sigla frítt. Eldri borgarar greiða 900 krónur. Við minnum á að handhafa Menningarkortsins fá 10% afslátt í ferjuna og af veitingum í Viðeyjarstofu.
Sjá nánar hér
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni videy.com