Vinnustofa fyrir fjölskyldur í Hafnarhúsinu

Vinnustofan sem er í tengslum við sýninguna Aftur í sandkassann – Listir og róttækar kennsluaðferðir fer fram í Hafnarhúsi í samstarfi við Biophilia-menntaverkefnið.

Vinnustofan er ætluð börnum á aldrinum 10-12 ára og byggir á því að hvetja þau til að nýta sköpunargáfuna með því að tengja saman tónlist, tækni og náttúruvísindum á nýstárlegan hátt.
Vinnustofan verður dagana 25.febrúar, 26.febrúar og 19.mars.

Vinnustofan hefst kl. 13 og er ókeypis. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning og nánari upplýsingar veitir fræðsludeild í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is

Mynd að ofan er fengin af http://listasafnreykjavikur.is/

Færðu inn athugasemd