Vetrarhátíð í Reykjavík 2016

 

Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs og þá fær magnað myrkur að njóta sín. Hátíðin er haldin dagana 4.-7. febrúar og verður margt í boði fyrir fjölskyldur.

Vetrarhátíð er haldin á höfuðborgarsvæðinu og taka öll sex bæjarfélögin þátt. Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið. Einnig verður snjófögnuður í Bláfjöllum ef veður leyfir á sunnudag.

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 5. febrúar en þá opna 36 söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 19:00 til miðnættis.

Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 6. febrúar en þá verður frítt í sund frá klukkan 16:00 til miðnættis í fjölmörgum sundlaugum Höfuðborgarsvæðisins.

Dagskráin er mjög fjölbreytt og þar má nefna stjörnuhelli, bíó, popp og draugasögur, Vísinda-Villi verður með spennandi vísindadagskrá, vasaljósaleiðangrar, grímugerð,grímuball og margt fleira spennandi.

Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu.

Sjá dagskrá á http://vetrarhatid.is/dagskra

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu vetrarhátíðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s