Býr lítill listamaður á þínu heimili?
Í hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum verður haldið örnámskeið fyrir fjölskyldur í tengslum við sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur.
Leiðbeinandi verður myndlistarmaðurinn Arnar Ásgeirsson.
Námskeiðið verður haldið dagana: 26. og 27. febrúar, 19. mars, 23.apríl og 21.maí kl.13-16 alla dagana.
Þátttaka á námskeiðinu er ókeypis.Skráning og nánari upplýsingar veitir fræðsludeild í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is
Sýning: Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur
Mynd að ofan er fengin að láni af http://artmuseum.is/kjarvalsstadir