Ævintýraóperan Baldursbrá
Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður sýnd á þremur aukasýningum í Norðurljósasal Hörpu dagana 20.-22.maí.
Óperan er óður til íslenskrar náttúru. Hún fjallar um óbilandi vináttu og kjark til að láta drauma sína rætast. Baldursbrá byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum og þulum. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Sýningin er samvinnuverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu.
Sýningar:
20.maí kl. 19, 21.maí kl. 14 og 22.maí kl. 14
Nánari upplýsingar http://harpa.is/dagskra/aevintyraoperan-baldursbra-6
Mynd að ofan er fengin að láni af http://harpa.is/