Hefur þú prófað bogfimi?

Bogfimi3

 

Ungir menn voru ekkert að springa úr spenningi þegar við stungum upp á að prófa bogfimi. Höfðu á orði að þeim finndist það hálfgamaldags og hallærislegt

Þegar við komum á staðinn var vel tekið á móti okkur. Starfsmaður útskýrði hvernig Bogfimi4halda skal á boga og fór yfir reglurnar. Þegar allir voru klárir í slaginn var keppt um hver næði flestum stigum og mikið hlegið af óförum sumra. Áhuginn var orðinn svo mikill undir lokin að það var þrautinni þyngra að slíta drengina frá bogunum. Því var gerður samningur um að koma fljótt aftur.

Og mamman minnir sig á að þó svo að tregða sé í upphafi hjá börnunum að prófa eitthvað nýtt þá er það oftast af því að þau vita ekki hvað þau eru að fara út í. Þvert á móti lifna þeir við að upplifa eitthvað nýtt.

Bogfimi er þannig stórskemmtilegt sport fyrir alla fjölskylduna sem við mælum með. Sjá nánar á vefsíðu Bogfimisetursins.

 

Staðsetning: Dugguvogur 2, 104 Reykjavík.

Opnunartími: virkir dagar kl. 16-22 og helgar kl. 10-22.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s