Skoppa og Skrítla hafa verið vinsælar hjá yngstu kynslóðinni um árabil. Nú eru þær komnar í jólaskap og sýna Jólahátíð Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu. Þær halda jólahátíð til að bjóða jólasveininn velkominn til byggða. Þegar undirbúningurinn stendur sem hæst banka óvæntir gestir upp á. Nú reynir á hversu úrræðagóðar Skoppa og Skrítla geta verið. Sýningin hentar fyrir börn frá 9 mánaða aldri. Sjá nánar hér. Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Borgarleikhússins.
Sýningin Leitin að jólunum verður sýnd á aðventunni í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur verið sýnd frá árinu 2005 við miklar vinsældir. Þetta er skemmtileg og lífleg sýning þar sem skrýtnir og skemmtilegir náungar og tveir hljóðfæraleikarar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Þeir leiða börnin með leik og söng í gegnum leikhúsið og ferðast börnin inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Aldurshópur: 2ja til 99 ára. Sjá nánar hér. Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni leikhusid.is
Það þurfti ekki snjó til að gera jólastemninguna í Heiðmörk ógleymanlega. Börnin hjálpuðu til við að saga jólatré í jólaskóginum og eftir allt erfiðið yljuðu þau sér á heitu kakói… Read more Jólalegt í Heiðmörk →
Hvernig væri að skella sér á skauta með börnin í Skautahöllina í Laugardal. Búið er að setja upp fallega skreytt jólatré sem hægt er að skauta í kringum í takt… Read more Jólastemning í Skautahöllinni Laugardal →
Hefur þú skoðað jóladagatal vísindanna sem nemendur á verkfræði- og náttúrufræðivísindasviði standa fyrir? http://www.hi.is/verkfraedi_og_natturuvisindasvid/joladagatal_visindanna
Sjá nánar á heimasíðu Sjóminjasafnsins http://www.sjominjasafn.is/frettir/a-dofinni/nr/431/jolaratleikur-sjominjasafnsins!/