Jólalegt í Heiðmörk
Það þurfti ekki snjó til að gera jólastemninguna í Heiðmörk ógleymanlega. Börnin hjálpuðu til við að saga jólatré í jólaskóginum og eftir allt erfiðið yljuðu þau sér á heitu kakói við varðeld á meðan jólasveinarnir Kertasníkir og Bjúgnakrækir skemmtu gestum. Þeir bræður fá víst ekki að koma í bæinn fyrr en eftir nokkra daga og halda sig því í Heiðmörk þangað til.
Á jólamarkaðinum við Elliðavatn var margt um manninn og ilmur af vöfflum kitlaði þefskynið. Hápunktinum var síðan náð með því að renna sér á svelli við vatnið.
Svona dagar með fjölskyldunni gera lífið svo miklu skemmtilegra.