Jólahátíð Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu
Skoppa og Skrítla hafa verið vinsælar hjá yngstu kynslóðinni um árabil. Nú eru þær komnar í jólaskap og sýna Jólahátíð Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu. Þær halda jólahátíð til að bjóða jólasveininn velkominn til byggða. Þegar undirbúningurinn stendur sem hæst banka óvæntir gestir upp á. Nú reynir á hversu úrræðagóðar Skoppa og Skrítla geta verið.
Sýningin hentar fyrir börn frá 9 mánaða aldri. Sjá nánar hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Borgarleikhússins.