Skip to content

Category: Jól

Jólamarkaður við Elliðavatn

Jólamarkaður við Elliðavatn var opnaður í gær 30. nóvember og verður haldinn fjórar helgar fyrir jól. Þetta er dásamlegur staður til að fara með barn og upplifa sannkallaða jólastemningu í friðsælu umhverfi. Kaffihús er á staðnum þar sem seldar eru ilmandi nýbakaðar vöfflur og kakó. Kveikt er upp í eldstæði á hlaðinu, tónlistarmenn og rithöfundar mæta á staðinn og jólasveinar gleðja börn með söng og spjalli. Hægt er að kaupa íslensk jólatré og ýmiskonar handverk og handunnar jólaskreytingar. Í trjálundinum Rjóðrinu er hægt að setjast á bekki í kringum varðeld… Read more Jólamarkaður við Elliðavatn

Laufabrauðsútskurður í Viðey

  Það verður laufabrauðsstemning í Viðey n.k. sunnudag 24.nóvember kl.13:30-16:00 en þá fá gestir tækifæri til að læra laufabrauðsútskurð af sjálfri skólastýru Hússtjórnaskólans. Þetta er frábær tilbreyting fyrir fjölskyldur og ævintýri fyrir börnin að fara í smá siglingu. Sjá nánar um viðburðinn hér.