Fólk tengir oft útivist með börnum við sumar og sól en í raun má stunda útivist allt árið óháð veðri og vindum. Oft er veðrið líka mun betra þegar út er komið og svo er alltaf auðvelt að klæða sig eftir veðri og aðstæðum. Mikilvægt er að tileinka sér jákvætt viðhorf gagnvart veðurfari og láta veðrið ekki stöðva sig þegar þegar gera á eitthvað skemmtilegt með börnum. Flest börn hafa gaman af því að leika úti í rigningu, fara í stígvél og pollagalla og fá að hoppa og vaða í… Read more Ekki láta veðrið stöðva þig →
Undir venjulegum kringumstæðum ætti nú að vera tími bláberjauppskeru en það er víst ekki enn útséð um hvort menn nái að fylla frystiskápinn af bláberjum eins og í fyrra haust. Ef þú lumar á stað með góðri uppskeru þá væri algjör draumur ef þú gætir látið þau boð berast hér. Hér kemur svo uppskriftin af drykknum en þennan einfalda og ofurholla drykk fá drengirnir daglega með sér sem nesti í skólann. Drykkurinn er ekki einungis ljúffengur heldur einnig stútfullur af andoxunarefnum, trefjum, steinefnum og vítamínum. Bláberjabomsa: bláber, nokkur… Read more Bláberjabomsa →
Nú er bókin Útivist og afþreying fyrir börn einnig komin í sölu í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22 á Selfossi. Opið mánudaga-laugardaga kl. 12-18. Kveðja, Lára og Sigríður
Kæru lesendur síðunnar. Bókin okkar Útivist og afþreying fyrir börn-Reykjavík og nágrenni er meðal annars til sölu í Eymundsson, Máli og Menningu, Hagkaup, N1, Krónunni og Nettó. Nú þegar framundan er mesta ferðahelgi sumarsins er upplagt að taka bókina með. Það þarf ekki endilega að fara langt til að upplifa skemmtilega helgi. Í Reykjavík og nágrenni er að finna mörg útivistarsvæð. Á bls. 12-82 í bók gefum við fjölda hugmynda. Einnig bendum við á staði í Hvalfirði, Reykjanesskaga, Suðurlandi og Þingvöllum sem gaman er að heimsækja um helgina. Í bókinni… Read more Bókina með í ferðalagið →
Framundan er mesta ferðahelgi sumarsins og margar fjölskyldur að undirbúa sig fyrir lengri eða styttri ferðir. Það þarf ekki endilega að fara langt til að upplifa skemmtilega helgi. Í Reykjavík… Read more Ferðalag og útivist með börn →
Á fallegum degi er fátt yndislegra en að vera úti í náttúrunni með börn. Það þarf sjaldan að fara langt til að finna falleg útivistarsvæði. Spennandi getur verið að finna… Read more Finnum leynistað í náttúrunni →
Þessar kókoskúlur eru svo ljúffengar að börnin lygna aftur augunum þegar þau gæða sér á þeim í eftirmat. Við elskum sniðug og lagskipt nestisbox og þetta á myndinni fundum við… Read more Hollustu og einföldustu kókoskúlurnar →
Fyrsta upplag af bókinni Útivist og afþreying fyrir börn er uppselt og annað upplag komið í búðir! Takk fyrir frábærar viðtökur.