Ferðalag og útivist með börn

096

Framundan er mesta ferðahelgi sumarsins og margar fjölskyldur að undirbúa sig fyrir lengri eða styttri ferðir. Það þarf ekki endilega að fara langt til að upplifa skemmtilega helgi. Í Reykjavík og nágrenni er að finna mörg útivistarsvæð. Á bls. 12-82 í bók gefum við fjölda hugmynda. Einnig bendum við á staði í Hvalfirði, Reykjanesskaga, Suðurlandi og Þingvöllum sem gaman er að heimsækja um helgina.

 Það eru nokkur atriði sem skipta máli á ferðalagi og í útivist með börnum:

1. Það er sniðugt að leyfa barninu að taka þátt í að velja staðinn sem á að heimsækja.

2. Mikilvægt er að aðlaga ferðina að þörfum barnsins. Á ferðalagi í bíl er gott að stoppa reglulega og brjóta upp ferðina með sundferð, göngutúr eða öðru. Í útvist er gott að flýta sér hægt, stoppa oftar og leyfa barninu að hvíla sig.

3. Passa að hafa nóg að borða og drekka. Víða um land eru skemmtilegir útivistarstaðir þar sem hægt er að stoppa og fá sér nesti úti í náttúrunni.

4. Klæða barnið eftir veðri. Það er ekkert jafn leiðinlegt fyrir barnið og geta ekki notið sín í leik.

5. Það getur verið þreytandi fyrir barn að ferðast í bíl. Því er gott að hafa til taks leiki til að stytta því stundir. Á bls. 176-177 í bók eru nokkrar hugmyndir að leikjum í bíl.

 

 

 

 

 

Share this:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s