Það er óþarfi að láta sér leiðast um helgina þó úti sé rigning. Á bls. 83-121 í bókinni eru ótal hugmyndir að afþreyingu innanhús þar sem fjölskyldan getur átt góðan stundir saman. Dæmi um skemmtilegan stað sem tilvalið er að heimsækja er Klifurhúsið þar sem börn og fullorðnir geta fengið líkamlega útrás. Sjá nánar á bls. 92.
Sunnudaginn 5. maí verður boðið upp á ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Ýmsir spennandi munir verða skoðaðir svo sem beinagrindur, 1000 ára gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur. Leiðsögnin er um 45 mínútur og hefst kl. 14.
Náttúrufræðistofa Kópavogs er eina náttúrugripasafn höfuðborgarsvæðisins sem opið er almenningi. Þar er margt spennandi að skoða fyrir fjölskyldur svo sem háhyrningsbeinagrind, uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru, fallegt steinasafn og fleira.… Read more Hefur þú heimsótt Náttúrufræðistofu Kópavogs? →
Langar þig að prófa nýja sundlaug um helgina? Lágafellslaug í Mosfellsbæ er ein af okkar uppáhalds laugum. Hún er sérlega barnvæn og glæsileg. Úti eru þrjár rennibrautir og yfirbyggður stigi… Read more Prófum nýja sundlaug →
Í Bláfjöllum er bjart og fallegt veður í dag, frost -3 og sólin að koma upp. Nú er um að gera að nota tækifærið og skreppa á skíði því nú… Read more Bláfjöll í dag →
Í dag er fallegt veður og tilvalið að fara í fjöruferð. Það er svo gaman að fá að vaða í sjónum, skoða fjársjóði fjörunnar og njóta þess að vera úti… Read more Skoðum fjársjóði fjörunnar →
Í dag var frábært veður í Bláfjöllum og það stefnir í góðan dag morgun. Þar er fín aðstaða fyrir börn, töfrateppi og leiktæki. Muna að taka með heitt kakó. Opið kl.… Read more Skreppum með fjölskylduna á skíði um páskana →
Í dag er veðrið til að vera úti með börnin. Það er svo gaman að fara á fallegan stað úti í náttúrunni og njóta stundarinnar með þeim. Margir staðir eru… Read more Finnum leynistað úti í náttúrunni →