Finnum leynistað úti í náttúrunni
Í dag er veðrið til að vera úti með börnin. Það er svo gaman að fara á fallegan stað úti í náttúrunni og njóta stundarinnar með þeim. Margir staðir eru í Reykjavík svo sem Öskjuhlíð, Elliðaárdalur og Heiðmörk. Spennandi getur verið að finna leynistað þar sem fjölskyldan getur átt góða stund saman. Til að toppa daginn er gott að hafa með heitt kakó.