Prófum nýja sundlaug
Langar þig að prófa nýja sundlaug um helgina? Lágafellslaug í Mosfellsbæ er ein af okkar uppáhalds laugum. Hún er sérlega barnvæn og glæsileg. Úti eru þrjár rennibrautir og yfirbyggður stigi sem er gott á köldum dögum. Auðvelt er að fylgjast með börnunum úr upphitaðri vaðlaug. Undirlag sundbakka er úr mjúku efni. Á bls. 99-114 í bók eru myndir og gagnlegar upplýsingar um flestar sundlaugar í Reykjavík og nágrenni.