Bláfjöll í dag
Í Bláfjöllum er bjart og fallegt veður í dag, frost -3 og sólin að koma upp. Nú er um að gera að nota tækifærið og skreppa á skíði því nú styttist í sumarið. Boðið verður upp á fría skíðakennslu á byrjendasvæðinu kl. 11-15 og er óþarfi að skrá sig. Það er gott að taka með heitt kakó en einnig er veitingasala á staðnum.