Skip to content

Flokkur: Viðburðir

Skessan, víkingar og herdót á safnahelgi Suðurnesja

Það er margt um að vera á Suðurnesjum þessa helgi því nú stendur yfir safnahelgi. Til dæmis tekur Skessan í hellinum prumpandi á móti fjölskyldum en hún er lokuð inn í búri þannig að börnin þurfa ekki að hræðast hana. Þau geta sest í rúmið hennar og heyrt búkhljóð hennar. Einnig er magnað að sjá stóra víkingaskipið í Víkingaheimum og skoða hermuni í Hersafninu. Það gæti síðan verið hressandi að enda ferðina á sundferð í Vatnaveröld sem er með fullt af leiktækjum fyrir börn. Minni einnig á Orkuverið jörð sem er… Read more Skessan, víkingar og herdót á safnahelgi Suðurnesja

Gönguferð á Ásfjall og sund í Ásvallalaug

Nú ætlum við að fara inn í helgina endurnærð eftir góða útiveru og sundsprett. Á föstudaginn 14.mars munum við ganga á bæjarfjall Hafnfirðinga: Ásfjall er um 100m hátt og þaðan er frábært útsýni. Gengið verður upp á fjallstopp að vörðu sem er með hringsjá þar sem finna má helstu örnefni. Á fjallstoppi verða gerðar nokkrar léttar yogaæfingar til að næra andann og sækja okkur orku í náttúruna. Síðan verður sest niður og borðað nesti. Að lokum munum við enda í Ásvallasundlaug sem er með góða aðstöðu fyrir börn. Það er… Read more Gönguferð á Ásfjall og sund í Ásvallalaug

Spilavinir í Gerðubergi

  Á morgun laugardag 8. mars geta börn og fjölskyldur kynnst skemmtilegum spilum á bókasafni Gerðubergs. Spilavinir verða á staðnum kl. 14-16 og miðla spilavisku sinni. Dæmi um vinsæl spil sem kynnt verða eru Draugastiginn og Skrímsla Ólsen. Breiðholtslaug er í sömu götu og Gerðuberg (beint á móti) og því ekki óvitlaust að hafa sundföt með í för ef stemning er fyrir því. Gleðilega helgi! 

Snjóhúsaferð og ljósaganga

  Fyrir ári síðan fórum við í mjög skemmtilega snjóhúsaferð og ljósagöngu með ferðafélagi barnanna. Farið var í Heiðmörk þar sem börnin léku sér í náttúrunni, bjuggu til snjóhús og svo fór allir í ljósagöngu inn í skóginn. Ferðin var einstaklega vel skipulögð, það ríkti mikil gleði hjá börnunum og þau nutu sín í fallegri náttúru. Á morgun föstudaginn 14. febrúar verður farið í snjóhúsaferð og ljósagöngu í Bláfjöll. Það á að finna gott gil sem er fullt af snjó og gera ýmsar snjóhúsatilraunir. Síðan setja allir á sig höfuðljós… Read more Snjóhúsaferð og ljósaganga