Skessan, víkingar og herdót á safnahelgi Suðurnesja
Það er margt um að vera á Suðurnesjum þessa helgi því nú stendur yfir safnahelgi. Til dæmis tekur Skessan í hellinum prumpandi á móti fjölskyldum en hún er lokuð inn í búri þannig að börnin þurfa ekki að hræðast hana. Þau geta sest í rúmið hennar og heyrt búkhljóð hennar. Einnig er magnað að sjá stóra víkingaskipið í Víkingaheimum og skoða hermuni í Hersafninu. Það gæti síðan verið hressandi að enda ferðina á sundferð í Vatnaveröld sem er með fullt af leiktækjum fyrir börn. Minni einnig á Orkuverið jörð sem er eitt flottasta safn á landinu en þar getur maður farið í jarskjálftahermi, séð hvernig rafmagn er framleitt o.s.frv. (orkuverið er einungis opið laugardag kl.12:30-15:30) Sjá nánari upplýsingar um dagskrá og opnunartíma hér. Einnig er heill kafli í bókinni Útivist og afþreying fyrir börn um Suðurnes. Góða skemmtun um helgina!