Sprengjugengið með sýningar í Háskólabíó á morgun
Á morgun laugardaginn 1. mars verður opið hús í Háskóla Íslands kl. 12-16 og verður margt spennandi í boði fyrir fjölskyldur.
Þar má helst nefna Sprengjugengið landsfræga sem verður með sýningar í Háskólabíó kl. 13 og 14:30.
Einnig verður meðal annars boðið upp á Vísindabíó, kínverskan hörpuleik, japanskan pop-culture dans, kóra og dægurlagadúetta. Stjörnuverið verður með sýningar á tuttugu mínútna fresti allan daginn og Vísindasmiðjan er opin frá kl. 12-16 í Háskólabíó.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Sjá nánar um Háskóladaginn 2014 hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Háskóla Íslands