Snjóhúsaferð og ljósaganga

DSC_0067 DSC_0208

Fyrir ári síðan fórum við í mjög skemmtilega snjóhúsaferð og ljósagöngu með ferðafélagi barnanna. Farið var í Heiðmörk þar sem börnin léku sér í náttúrunni, bjuggu til snjóhús og svo fór allir í ljósagöngu inn í skóginn. Ferðin var einstaklega vel skipulögð, það ríkti mikil gleði hjá börnunum og þau nutu sín í fallegri náttúru.

Á morgun föstudaginn 14. febrúar verður farið í snjóhúsaferð og ljósagöngu í Bláfjöll. Það á að finna gott gil sem er fullt af snjó og gera ýmsar snjóhúsatilraunir. Síðan setja allir á sig höfuðljós og skoða hinn magnaða Eldborgargíg í myrkri.

Ferðafélag barnanna býður reglulega upp á spennandi og ævintýralega ferðir í náttúru landsins fyrir fjölskyldur. Markiðið með ferðunum er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúrunni. Ferðirnar eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra. Sjá dagskrá ferðafélags barnanna hér.

Það sem þarf að taka með í ferðina á morgun er : skófla, vasaljós/höfuðljós og sleði eða annað til að renna á. Mikilvægt er að klæða börnin vel og taka með gott nesti svo sem heitt kakó og meðlæti.

Lagt verður af stað á einkabílum frá skrifstofu FÍ Mörkinni 6 kl. 15. Áætlað er að ferðinni ljúki kl. 19.

Sjá nánar hér.

Myndir að ofan eru teknar í snjóhúsaferð og ljósagöngu í Heiðmörk fyrir ári síðan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s