Gönguferð á Ásfjall og sund í Ásvallalaug

Gönguferð á Ásfjall og sund í Ásvallalaug

Nú ætlum við að fara inn í helgina endurnærð eftir góða útiveru og sundsprett. Á föstudaginn 14.mars munum við ganga á bæjarfjall Hafnfirðinga: Ásfjall er um 100m hátt og þaðan er frábært útsýni. Gengið verður upp á fjallstopp að vörðu sem er með hringsjá þar sem finna má helstu örnefni.

Á fjallstoppi verða gerðar nokkrar léttar yogaæfingar til að næra andann og sækja okkur orku í náttúruna. Síðan verður sest niður og borðað nesti.

Að lokum munum við enda í Ásvallasundlaug sem er með góða aðstöðu fyrir börn. Það er svo gott að enda góða göngu á því að skola sig í sundi, slaka á eða leika.

Allir velkomnir!

Mæting: Við Ásvallalaug í Hafnarfirði föstudaginn 14.mars kl.17.
Útbúnaður: Fatnaður eftir veðri. Góðir skór nauðsynlegir. Nesti, jafnvel heitt kakó. Sundföt og handklæði.
Göngutími: 1-2 klst. Áætlum að ferðin taki 3 klst með sundi.
Kostnaður: Ókeypis utan aðgangseyri í sundlaug.
Aldur: Allur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s