Afríka – ævintýraleg þáttaröð frá BBC
Í kvöld hefst ný þáttaröð frá BBC um Afríku. Það er Sr. David Attenborough sem leiðir áhorfandann inn í ævintýralegan heim dýra og náttúru á sinn einstaka hátt.
Það er því upplagt fyrir fjölskyldur að hafa það notalegt saman fyrir framan sjónvarpið og horfa á skemmtilegan og fræðandi þátt.
Þættirnir verða þrír talsins og verða sýndi næstu mánudagskvöld.
Í kvöld kl. 20:15 verður fjallað um Kalahari eyðimörkina. Þar er vatn af skornum skammti og lífsbaráttan hörð. Fylgst verður meðal annars með mögnuðustu baráttu tveggja gíraffa sem náðst hefur verið á filmu.
Mánudaginn 17. febrúar kl. 20:05 verður fjallað um hitabeltisgresjur og fjölbreytt dýralífi sem þar þrífst.
Mánudaginn 24. febrúar kl. 20:05 verður fjallað um Kongó. Hætturnar leynast hvert sem litið er og lífsbaráttan hörð. Við fáum meðal annars að fylgjast með þjófóttum öpum, háværum fílum og boxandi froskum.
Þátturinn er á Rúv og verður hann endursýndur 2. mars kl. 13.
Mynd að ofan er fengin að láni af ruv.is