Ferðaþjónusta bænda stendur fyrir teiknisamkeppni með yfirskriftinni „Páskasæla í sveitinni“. Börn á aldrinum 4-11 ára geta sent inn mynd, sem þau hafa teiknað, fyrir 5. apríl 2013. Vinningshafar fá gistingu á ferðaþjónustubæ fyrir alla fjölskylduna eða aðra skemmtilega fjölskylduvæna vinninga! Sjá allar nánari upplýsingar á hér en Ferðaþjónusta bænda er einnig á facebook.
Laugardagar eru barnadagar í Gerðubergssafni. Í barnadeildinni eru búningar, litir og litablöð, ritsmiðjuhorn og fleira skemmtilegt í boði. Dagskráin hefst kl. 14. Upplagt er að koma við í Breiðholtslaug sem… Read more Laugardagar eru barnadagar í Gerðubergssafni →
Nú er um að gera að skella sér í bíó með fjölskylduna um helgina. Sérstakt tilboðsverð er til 24.mars í Sambíóunum. Sjá nánari upplýsingar hér.
Nú stendur yfir sýningin Origami í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Origami þýðir pappírsbrot (einnig bréfbrot) og er japanskt listform sem byggist á því að brjóta saman pappír án þess að eiga nokkuð… Read more Origami í Gerðubergi →
Í tilefni 30 ára afmælis Gerðubergs verður boðið upp upp á líflega fjölskyldudagskrá sunnudaginn 3. mars kl. 14. Það verða tvær kveðskaparsmiðjur: Krummi krunkar úti og Dans vil ég heyra.… Read more Fjölskyldudagskrá í Gerðubergi sunnudaginn 3.mars kl. 14. →
Gerðuberg fagnar nú 30 ára afmæli og býður í tilefni þess til veglegrar fjölskyldudagskrár á morgun sunnudag. Tvær kveðskaparsmiðjur verða í boði þar sem fjölskyldur geta lært að kveða og… Read more 30 ára afmæli Gerðubergs 3. mars kl.14 →
Það er algjör óþarfi að láta sér leiðast um helgina þótt úti sé rigning. Nú er um að gera að nota tækifærið og skreppa í Þjóðminjasafnið með barnið. Það er gaman og fræðandi að rötla um safnið og skoða muni frá hinum ýmsu tímum og taka jafnvel þátt í ratleik sem gerir heimsóknina skemmtilega og líflega. Á annarri hæð er stórt herbergi fyrir börn. Þar er m.a. hægt að máta gamaldags búninga og skoða spennandi leikföng. Sunnudaginn 3. mars verður boðið upp á leiðsögn um safnið fyrir börn. Spennandi hlutir… Read more Ókeypis í Þjóðminjasafnið um helgina. →
Það verður skemmtilegt um að vera í aðalsafni Borgarbókasafns á morgun en þá mun Helga Arnalds sýna stuttan leikþátt. Helga er einn af höfundum hinnar frábæru sýningar Skrímslið litla systir… Read more Skuggaleikhússmiðja Sun. 24.02.2013 →