Skuggaleikhússmiðja Sun. 24.02.2013
Það verður skemmtilegt um að vera í aðalsafni Borgarbókasafns á morgun en þá mun Helga Arnalds sýna stuttan leikþátt. Helga er einn af höfundum hinnar frábæru sýningar Skrímslið litla systir mín sem var valin barnasýning ársins á Grímunni 2012. Síðan mun hún leiða börnin inn í töfraheima skuggaleikhússins og í lokin munu börnin vera með leiksýningu.
Staður: Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15, 101 Rvík.
Stund: Sunnudagur 24. febrúar kl.15-16:30.