30 ára afmæli Gerðubergs 3. mars kl.14
Gerðuberg fagnar nú 30 ára afmæli og býður í tilefni þess til veglegrar fjölskyldudagskrár á morgun sunnudag. Tvær kveðskaparsmiðjur verða í boði þar sem fjölskyldur geta lært að kveða og syngja íslensk alþýðulög um krummann, farið í leiki og lært sagnadansa. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar hér.