Ókeypis í Þjóðminjasafnið um helgina.

Það er algjör óþarfi að láta sér leiðast um helgina þótt úti sé rigning. Nú er um að gera að nota tækifærið og skreppa í Þjóðminjasafnið með barnið. Það er gaman og fræðandi að rötla um safnið og skoða muni frá hinum ýmsu tímum og taka jafnvel þátt í ratleik sem gerir heimsóknina skemmtilega og líflega.  Á annarri hæð er stórt herbergi fyrir börn. Þar er m.a. hægt að máta gamaldags búninga og skoða spennandi leikföng. Sunnudaginn 3. mars verður boðið upp á leiðsögn um safnið fyrir börn. Spennandi hlutir verða skoðaðir s.s. beinagrindur, dulafullur álfapottur, 1000 ára gömul sverð og fleira. Kynningin tekur 45 mín og hefst kl. 14. Aðgangur ókeypis um helgina.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s