Origami í Gerðubergi

origami

Nú stendur yfir sýningin Origami í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Origami þýðir pappírsbrot (einnig bréfbrot) og er japanskt listform sem byggist á því að brjóta saman pappír án þess að eiga nokkuð við hann að öðru leiti. Það má til dæmis ekki klippa eða líma pappírinn. Flest börn kannast við gogga og skutlur, jafnvel fugla og froska. Verkin á sýningunni (flóðhestar, ljón, gíraffar og fleira) eru eftir hjónin Dave Brill og Assia Brill sem hafa gefið út bækur um pappírsbrot. Þetta er einstök sýning sem gaman er að skoða með barninu. Sjá nánar um sýninguna hér en sýningin er opin virka daga kl.11-17 og um helgar kl.13-16. Sýningunni lýkur 24.mars 2013.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s