Skip to content

Spilavinir í Gerðubergi

  Á morgun laugardag 8. mars geta börn og fjölskyldur kynnst skemmtilegum spilum á bókasafni Gerðubergs. Spilavinir verða á staðnum kl. 14-16 og miðla spilavisku sinni. Dæmi um vinsæl spil sem kynnt verða eru Draugastiginn og Skrímsla Ólsen. Breiðholtslaug er í sömu götu og Gerðuberg (beint á móti) og því ekki óvitlaust að hafa sundföt með í för ef stemning er fyrir því. Gleðilega helgi! 

Snjóhúsaferð og ljósaganga

  Fyrir ári síðan fórum við í mjög skemmtilega snjóhúsaferð og ljósagöngu með ferðafélagi barnanna. Farið var í Heiðmörk þar sem börnin léku sér í náttúrunni, bjuggu til snjóhús og svo fór allir í ljósagöngu inn í skóginn. Ferðin var einstaklega vel skipulögð, það ríkti mikil gleði hjá börnunum og þau nutu sín í fallegri náttúru. Á morgun föstudaginn 14. febrúar verður farið í snjóhúsaferð og ljósagöngu í Bláfjöll. Það á að finna gott gil sem er fullt af snjó og gera ýmsar snjóhúsatilraunir. Síðan setja allir á sig höfuðljós… Read more Snjóhúsaferð og ljósaganga