Á morgun laugardag 8. mars geta börn og fjölskyldur kynnst skemmtilegum spilum á bókasafni Gerðubergs. Spilavinir verða á staðnum kl. 14-16 og miðla spilavisku sinni. Dæmi um vinsæl spil sem kynnt verða eru Draugastiginn og Skrímsla Ólsen. Breiðholtslaug er í sömu götu og Gerðuberg (beint á móti) og því ekki óvitlaust að hafa sundföt með í för ef stemning er fyrir því. Gleðilega helgi!
Á morgun laugardaginn 1. mars verður opið hús í Háskóla Íslands kl. 12-16 og verður margt spennandi í boði fyrir fjölskyldur. Þar má helst nefna Sprengjugengið landsfræga sem verður með… Read more Sprengjugengið með sýningar í Háskólabíó á morgun →
Nú gefst þér tækifæri á að næla þér í eintak af bókinni Útivist og afþreying fyrir börn á einstöku verði eða 1590 kr. Þetta tilboð gildir einungis á Bókamarkaðinum við Laugardalsvöll til 9. mars n.k. Sjá nánar um Bókamarkaðinn hér.
Það þarf ekki að fara langt til að hafa það skemmtilegt í vetrarfríinu. Í Reykjavík er boðið upp á margt spennandi fyrir fjölskyldur dagana 20.-21. febrúar. Það verður margt um… Read more Fjölskyldan saman í vetrarfrí →
Dagana 18.-21. febrúar verður frítt inn á Sjóminjasafnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum í tilefni þess að nú eru vetrarfrí í mörgum skólum. Margt verður í boði svo sem… Read more Frítt inn á Sjóminjasafnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum →
Fyrir ári síðan fórum við í mjög skemmtilega snjóhúsaferð og ljósagöngu með ferðafélagi barnanna. Farið var í Heiðmörk þar sem börnin léku sér í náttúrunni, bjuggu til snjóhús og svo fór allir í ljósagöngu inn í skóginn. Ferðin var einstaklega vel skipulögð, það ríkti mikil gleði hjá börnunum og þau nutu sín í fallegri náttúru. Á morgun föstudaginn 14. febrúar verður farið í snjóhúsaferð og ljósagöngu í Bláfjöll. Það á að finna gott gil sem er fullt af snjó og gera ýmsar snjóhúsatilraunir. Síðan setja allir á sig höfuðljós… Read more Snjóhúsaferð og ljósaganga →
Í kvöld hefst ný þáttaröð frá BBC um Afríku. Það er Sr. David Attenborough sem leiðir áhorfandann inn í ævintýralegan heim dýra og náttúru á sinn einstaka hátt. Það er því… Read more Afríka – ævintýraleg þáttaröð frá BBC →
Á morgun laugardaginn 8. febrúar verður Heimsdagur barna haldinn hátíðlegur í Gerðubergi. Í boði verða spennandi listasmiðjur svo sem búningasmiðja, andlitsmálning, skuggaleikhús, hljóðfærasmiðja, fljúgandi ljósker, skínandi öskupokar, ávaxtaútskurður, skuggamyndir með… Read more Heimsdagur barna í Gerðubergi →