Heimsdagur barna í Gerðubergi
Á morgun laugardaginn 8. febrúar verður Heimsdagur barna haldinn hátíðlegur í Gerðubergi. Í boði verða spennandi listasmiðjur svo sem búningasmiðja, andlitsmálning, skuggaleikhús, hljóðfærasmiðja, fljúgandi ljósker, skínandi öskupokar, ávaxtaútskurður, skuggamyndir með höndum og fleira. Á torginu fyrir utan verður líf og fjör og hægt að kaupa veitingar í ljósálfakaffihúsinu.
Dagskráin er á milli kl. 13-16.
Ókeypis er í listasmiðjurnar og allir velkomnir.
Skammt frá Gerðubergi er Breiðholtslaug og því upplagt að skella sér í sund í sömu ferð.
Nánari upplýsingar eru hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af síðunnihttps://www.facebook.com/Gerduberg