Útivist og afþreying fyrir börn
Bókin „Útivist og afþreying fyrir börn – Reykjavík og nágrenni“ var gefin út í nóvember 2012 með þann tilgang að auðvelda fjölskyldum að finna afþreyingu við sitt hæfi. Hún er í handhægu broti og passar vel í hanskahólf. Fallegar myndir prýða bókina sem börn hafa gaman af að skoða og taka þátt í að velja staði til að heimsækja.
Í bókinni eru fjöldi hugmynda að útivist og afþreyingu innanhúss, jólastemningu, leikjum, nesti, veitingastöðum og námskeiðum. Auk þess er kafli með blómum til að kenna börnum að þekkja helstu tegundirnar og leiðarkort eru aftast í henni.
Þessi heimasíða var stofnuð í tengslum við bókina. Við munum reglulega birta hér upplýsingar um viðburði sem haldnir eru fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Einnig verða hér upplýsingar um sérstök tilboð á afþreyingu og annað sem snýr að fjölskyldufólki. Það er von okkar að þessi heimasíða nýtist til að skapa góðar samverustundir með börnunum.
Lára og Sigríður